Halla Himintungl hefur stundað heildræna heilun síðan 1996. Hún hefur unun af því að læra og viða að sér meiri þekkingu um heilun og að rækta hana á uppbyggilegan hátt fyrir hjarta, líkama og sál. Halla er menntaður Chi Nei Tsang kviðnuddari, Hatha jógakennari, stjörnuspekingur, Reiki Meistari, Dáleiðari, Bowen meðferðaraðili og og rekur fyrirtækið Spiritual Journey ehf. Halla starfar sem heilari bæði hérlendis og erlendis í lúxus heilsulindum eins og Amankora í Bútan, Chiva-Som í Hua Hin Thailand, Six Senses spa, Jumereiah spa í Bolifushi á Maldives, Lifeco Detox center í Bodrum, Sunset Pearl í Sádi Arabiu.
Þér er hjartanlega velkomið að bóka eða senda inn fyrirspurn um kviðnudd til Höllu Himintungl á netfang: spiritualjourneyiceland@gmail.com eða hringja í síma 6958283.
Verð: 12,500 ISK 50 mín
Hvað er Chi Nei Tsang kviðnudd?
Í kínverskum lækningum kallast kviðnudd Chi Nei Tsang sem gengur út á að nudda efri og neðri kvið mannslíkamans. Nuddið hjálpar meltingarkerfinu og öðrum innri líffærum við að losna við innri orkustíflur, uppsafnaða neikvæða orku, vanlíðan á borð við depurð, höfnun, sektarkennd, sjálfshatur, vanmátt, einmanaleika, þunglyndi, söknuð, áhyggjur, ótta, kvíða, streitu og fleira. Nuddið kemur hreyfingu á meltinguna og hjálpar líkamanum að afeitra eða ,,detoxa“ eiturefnum og fitu af magasvæðinu. Kviðnudd grennir, heilar og kemur jafnvægi á andlega og líkamalega líðan.
Hverjir geta farið í kviðnudd?
Fólk sem þjáist af meltingarvandamálum, streitu, áhyggjum, þunglyndi, magaónotum, hægðatregðu, magaþembu eða er með bólgur í meltingarveginum ættu sannarlega að prófa Chi Nei Tsang kviðnudd.
Ekki er mælt með að fara í kviðnudd ef viðkomandi hefur verið með garnaflækju eða alvarlega uppskurði á kviðsvæði. Vinsamlega ráðfærðu þig við kviðnuddara áður en þú bókar tíma í slíkt nudd.
Hvaða líffæri eru nudduð?
Innri líffæri á borð við lifur, milta, nýru, lungu, smáþarmar og hluti af ristlinum eru nudduð og strokin með ævafornri kínverskri lækningaaðferð sem kennd er við Taó fræðin. Það er Grandmeistarinn Mantak Chia sem hefur þjálfað marga af helstu kviðnuddurum og kennurum á heimsvísu. Meistarinn Mantak Chia hefur viðhaldið og þróað kennsluaðferðir Taó fræðanna víða um heim en einnig rekur hann Heilsuskóla uppi í norður Taílandi í borginni Chiang Mai og heitir skólinn hans Tao Garden. sjá link http://tao-garden.com
Kviðnudd losar um magaþembu og magabólgur
Sumir þjást af magaþembu en þá er greinilega mikið loft og gas á kviðsvæðinu. Þetta getur leitt til að viðkomandi leysir óvenju oft vind/prumpar eða ropar óspart. Viðvarandi magaþemba getur með tímanum valdiða magabólgum. Stundum getur ofát skapað magaþembu en líka matarræði eða lyfnotkun sem fer illa í meltingarfærin. Til dæmis getur of mikið laukát verið ávísun á magaþembu. Sum verkjalyf geta skapað magabólgur lyfið íbúfen er gott dæmi um slíka tilurð sé þess neytt í of miklum mæli.
Kviðnudd losar um streitu og kvíða
Kviðnudd er eitt af því sem fær nuddþegann til að tengja dýpra við eigin tilfinningalíðan. Nuddið getur hjálpað viðkomandi að losa um fastar tilfinningar, kvíðahnúta og líkamlega vanlíðan á borð við streitu, kvíða og áhyggjur sem hafa safnast upp sérstaklega á kviðsvæðinu. Smáþarmar, lifur, magi, bris, nýru, lungu og ristill draga auðveldlega til sín tilfinningalega líðan hvort sem það er gleði, sorg osfrv. Kviðnudd kallar fram tæra hjartatengingu sem býður upp á meiri vellíðan, sjálfsheilun, aukna lífsgleði, hamingju og tónar niður streitu, kvíða og áhyggjur.
Kviðnudd hefur jákvæð áhrif á sál og líkama
- Eykur blóð- og súrefnisflæði til innri líffæra
- Eykur heilbrigða starfsemi lifur og nýrna
- Slakar á spennu í smáþörmum og ristilkerfinu
- Losar um saurstíflur sem liggja fastar á þarmaveggjum
- Örvar náttúrlega vinnslu líkamans í að losa og vatna út eiturefnum
- Losar um tilfinningalega spennu
- Losar um streitu
- Losar um kvíða
- Losar um gremju
- Losar um reiði
- Losar um neikvæða orku úr líkamanum
- Eflir sköpunarorkuna
- Eflir jákvæða orku
- Eflir hugrekki
- Eflir sjálfstraust
Hversu oft á að fara í kviðnudd?
Það er engin algild regla um hversu oft ber að fara í kviðnudd. Það liggur hjá hverjum einstakling fyrir sig að meta hversu oft viðkomandi vill fara í nudd. Stundum hentar að koma einu sinni og sumum hentar að koma nokkrum sinnum í röð eða á nokkra vikna fresti. Þegar þú vilt meta hversu oft þú þarft kviðnudd er mikilvægt að hlusta á andlega og líkamlega þörf þína. Hvað þarftu núna til að hlúa vel að líkama og sál? Er kviðnudd lausnin, út að ganga, hjóla, hlaupa, mála, hugleiða, lesa, syngja, spila á hljóðfæri, fara í jóga, dansa? Möguleikarnir að hvað skal gera til að viðhalda þinni eigin vellíðan eru óendanlegir svo lengi sem þú býður þér að hlusta á hjartað þitt og setur heilsu þína í forgang.
Þér er hjartanlega velkomið að bóka eða senda inn fyrirspurn um kviðnudd til Höllu Himintungl á netfang: spiritualjourneyiceland@gmail.com eða hringja í síma 6958283.
Verð: 12,500 ISK 50 mín